Fundur hefst á Alþingi klukkan hálf ellefu í dag. Fyrir utan óundirbúnar fyrirspurnir sem er fyrsti dagskrárliðurinn eru 40 mál á dagskrá fundarins. Þriðji orkupakkinn og tengd mál eru aftast á dagskránni en enn hefur ekki náðst samkomulag um hvernig ljúka eigi þingstörfum fyrir sumarleyfi.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa einhverjar óformlegar viðræður átt sér stað um helgina. Formlegar viðræður forystufólks flokkanna á þingi hefjast aftur í dag.
Þegar umræðu um þriðja orkupakkann var frestað í síðustu viku voru sjö þingmenn Miðflokksins enn á mælendaskrá. Formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, beið þess þá að flytja 45. ræðu sína í málinu.
Meðal þeirra mála sem koma til 2. umræðu í dag eru frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, frumvarp um þjóðarsjóð og frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
Orkupakkinn aftast á dagskrá Alþingis í dag

Tengdar fréttir

Steingrímur segir þingstörf hafa gengið vel þrátt fyrir óánægju þingmanna
"Þingstörf ganga ágætlega núna og mörg mál voru afgreidd í morgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins
Ríkisstjórnin sögð láta undan öllum kröfum Miðflokksins.

Sigurður Ingi við þingmenn Miðflokksins: „Þér er ekki boðið!“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði um Miðflokkinn í ræðu sinni.