Heimsmeistarar Bandaríkjanna, sem unnu alla leiki sína í F-riðli með markatölunni 18-0, mæta Spáni í 16-liða úrslitunum. Evrópumeistarar Hollands etja kappi við Japan, silfurliðið frá HM 2015.
Ensku ljónynjurnar, sem unnu alla sína leiki í riðlakeppninni, mæta Kamerún sem er í 16-liða úrslitum á öðru heimsmeistaramótinu í röð. Heimalið Frakklands mætir Brasilíu og María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska liðinu mæta því ástralska.
Sextán liða úrslitin hefjast á laugardaginn með tveimur leikjum. Klukkan 15:30 mætast Þýskaland og Nígería og klukkan 19:00 er komið að leik Noregs og Ástralíu.
Sextán liða úrslit á HM í Frakklandi (að íslenskum tíma):
22. júní
Kl. 15:30 Þýskaland - Nígería
Kl. 19:00 Noregur - Ástralía
23. júní
15:30 England - Kamerún
19:00 Frakkland - Brasilía
24. júní
16:00 Spánn - Bandaríkin
19:00 Svíþjóð - Kanada
25. júní
16:00 Ítalía - Kína
19:00 Holland - Japan
All roads lead to Lyon...#FIFAWWCpic.twitter.com/lxFg361Upf
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 20, 2019