Durant mun spila með vini sínum Kyrie Irving hjá Brooklyn Nets en þó ekki fyrr en tímabilið 2020-21 því næsta tímabil fer væntanlega í það hjá Durant að jafna sig á hásinarsliti.
Kevin Durant heldur upp á 31 árs afmælið sitt í lok september og er búinn að spila í níu tímabil í NBA-deildinni. Hann hefur alltaf spilað í treyju númer 35 en nú verður breyting á því.
Welcome to the No. 7 club, @KDTrey5pic.twitter.com/abJHjpvMOu
— B/R Football (@brfootball) July 8, 2019
Eigendur Golden State Warriors tilkynntu það að enginn leikmaður félagsins fengi hér eftir að spila í treyju 35 hjá Golden State. Durant var í þrjú tímabil hjá Golden State og vann tvo meistaratitla.
Hvort sem þessu ákvörðun Kevin Durant tengist því eitthvað þá hefur Durant nú ákveðið að skipta yfir í treyju númer sjö eins og kom fram í þessari Twitter-færslu hans hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má einnig sjá Durant fara aðeins betur yfir þessa ákvörðun sína.
.@35Venturespic.twitter.com/LKR00FOnys
— Kevin Durant (@KDTrey5) July 7, 2019
pic.twitter.com/wWz0oZZ5pa
— Thirty Five Ventures (@35Ventures) July 7, 2019
Kevin Durant spilaði þó ekki í treyju númer sjö með bandaríska landsliðinu heldur var hann þá í treyju númer fimm. Durant varð Ólympíumeistari bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann varð einnig heimsmeistari með liðinu árið 2010.
Durant er með 19,3 stig, 5,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 44 leikjum með bandaríska landsliðinu en hann er með 27,0 stig, 7,1 frákast og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í 849 leikjum í deildarkeppni NBA og 29,1 stig, 7,7 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í 139 leikjum í úrslitakeppni NBA.