Þrjár skotárásir voru gerðar í Stokkhólmi í gær á aðeins fimm klukkustunda tímabili. Tveir eru látnir og tveir aðrir eru á gjörgæslu með skotsár.
Lögregla segir að árásirnar þrjár tengist ekki með nokkrum hætti að því er virðist og því sé um óþægilega tilviljun að ræða.
Mikil leit er nú gerð að árásarmönnunum og hefur þurft að kalla út aukalið úr öðrum sveitarfélögum í nágrenninu til að aðstoða við rannsóknir málanna.
Tveir látnir eftir þrjár skotárásir í Stokkhólmi
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
