Rússnesk stjórnvöld hafa borið til baka fréttir um að þau hafi beðist afsökunar á að herflugvél þeirra hafi rofið lofthelgi Suður-Kóreu í gær. Þvertaka þau fyrir að vélin hafi farið inn fyrir lofthelgina, þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Seúl.
Suður-Kóreumenn sögðu að rússnesk herflugvél hefði flogið inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Orrustuþotur hefðu skotið viðvörunarskotum að henni. Embætti forseta landsins sagði síðar að rússneski herinn hefði harmað atvikið og kennt tæknilegum galla um að vélin hefði rofið lofthelgina.
Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að rússneska sendiráðið í Seúl haldi því fram að fullyrðingar forsetaembættisins um afsökunarbeiðni Rússa eigi ekki við rök að styðjast. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að vélin hafi farið inn fyrir lofthelgina.
Þá segjast rússnesk stjórnvöld ekki viðurkenna loftferðaeftirlitsvæði Suður-Kóreu sem nær út fyrir sjálfa lofthelgina sem þrjár aðrar rússneskar herflugvélar fóru inn á í gær. Suður-kóresku orrustuflugmennirnir hefðu gerst sekir um „bulluskap í háloftunum“ þegar þeir skutu viðvörunarskotunum. Rússar hefðu kvartað undan framferði þeirra til suður-kóreskra stjórnvalda.
Hafna því að hafa rofið lofthelgi Suður-Kóreu
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið






Af Alþingi til Fjallabyggðar
Innlent


Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Steindór Andersen er látinn
Innlent