Hjá körlunum koma þrír þjálfarar/knattspyrnustjórar úr ensku úrvalsdeildinni eða þeir Pep Guardiola hjá Manchester City, Jürgen Klopp hjá Liverpool og Mauricio Pochettino hjá Tottenham.
Hjá konunum eru landsliðsþjálfarnir frá HM í sumar sigurstranglegastir og þar stendur fráfarandi þjálfari heimsmeistaranna, Jill Ellis hjá Bandaríkjunum, mjög ofarlega. Peter Gerhardsson þjálfari Svía, Phil Neville þjálfari Englendinga og Sarina Wiegman, þjálfari Hollendinga eru öll tilnefnd líka en þessar þjóðir fóru alla leið í undanúrslitin á HM.
Meðal landsliðsþjálfara karla sem eru tilnefndir eru Ricardo Gareca sem kom Perú í úrslitaleik Copa America og Djamel Belmadi sem gerði Alsír að Afríkumeisturum. Þar eru líka Erik ten Hag sem gerði ótrúlega hluti með Ajax í Meistaradeildinni sem og þeir Fernando Santos sem vann Þjóðadeildina með Portúgal og Tite sem vann Copa America með Brasilíu.
Þeir síðustu eru síðan Marcelo Gallardo hjá River Plate og Didier Deschamps hjá franska landsliðinu.
Pep Guardiola og Jürgen Klopp eru báðir ofarlega á blaði hjá flestum. Klopp vann Meistaradeildina með Liverpool en Pep Guardiola heima-þrennuna með Manchester City.
FIFA mun tilkynna það 23. september næstkomandi hver hlýtur hnossið. Það má sjá allar þjálfaratilnefningarnar hér fyrir neðan en það er hægt að kjósa á heimsíðu FIFA.
Our first announcement today! #TheBest Women's Coach nominees:
@milebertolini
Jill Ellis
Peter Gerhardsson
Futoshi Ikeda
@is_tona
@MontemurroJoe
Phil Neville
@ReynaldPedros
@prileyfury4life
@wiegman_s
Voting NOW OPEN https://t.co/MPUnRRrU4Q
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019
Meet the coaching candidates! #TheBest Men's Coach nominees:
Djamel Belmadi
Didier Deschamps
Marcelo Gallardo
Ricardo Gareca
@PepTeam
Jurgen Klopp
Mauricio Pochettino
Fernando Santos
Erik ten Hag
Tite
Voting OPEN https://t.co/NRJ9Nz40FC
— FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019