J.P. Macura er þó ekki að fara gera samning við Álftanes eða að fara að spila á Íslandi því Cleveland Cavaliers samdi við kappann á dögunum. Álftanes er komið upp í 1. deildina í körfubolta eftir hafa farið upp um tvær deildir á tveimur tímabilum.
J.P. Macura er hér á landi þar sem kærasta hans, Simone Emanuella Kolander, spilar með HK/Víkingi í Pepsi Max deild kvenna.
Vísir hefur heimildir fyrir því að Álftanesliðið hafi boðið nokkrum köppum á æfinguna og úr varð ágætis æfing fyrir strákinn sem fer fljótlega að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil í NBA-deildinni.
Year 1 in the books. Blessed to be able to play the game that I love!! Thank you @hornetsView this post on Instagram
A post shared by Jp Macura (@jpmacura) on Apr 11, 2019 at 12:55pm PDT
Macura var í herbúðum Charlotte Hornets á síðasta tímabili en spilaði bara 2 leiki og var lengstum hjá G-liði Greensboro Swarm. Hann fékk hins vegar annan samning á dögunum og nú hjá Cleveland Cavaliers.
J.P. Macura er 24 ára og 196 sentímetra skotbakvörður en kemur frá Lakeville í Minnesota eins og kærastan.
J.P. Macura var í fjögur ár hjá Xavier háskólanum þar sem skoraði mest 14,4 stig í leik á tímabili en var með 10,6 stig og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í öllum leikjum sínum með skólanum.
J.P. Macura og Simone hafa nýtt tækifærið og ferðast um landið eins og sjá má á Instagram síðu hans og hér fyrir neðan.