Neymar hefur verið orðaður mikið burt frá frönsku meisturunum í sumar en hans gamla félag, Barcelona, er talið hafa borið víurnar í framherjann fyrr í sumar.
PSG borgaði 200 milljónir punda fyrir Neymar er hann gekk í raðir félagsins í ágústmánuði 2017 en eftir tvö ár í Frakklandi finnst honum komið nóg.
La une du journal @lequipe de ce jeudi 1er août.
— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 31, 2019
Le journal > https://t.co/aqaHxyB6Gv
Le numérique > https://t.co/6NH7INSTorpic.twitter.com/4bZYKwBv0b
L'Equipe greinir frá því að PSG vilji ekki selja Neymar ódýrt en franska félagið er talið vilja fá 300 milljónir evra, 273 milljónir punda, fyrir Neymar.
Brasilíumaðurinn er með samning við PSG til 2022 sem gefur PSG mikið andrými í viðræðunum við Barcelona.