Eldar geisa á Kanaríeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 15:44 skjáskot/TheCanary.TV Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu. Skógareldar Spánn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada. Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega. Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar. Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu. Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað. „Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn. Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu.
Skógareldar Spánn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira