Sjá nánar: Edrú og þakklát fyrir að vera á lífi
Í síðustu viku greindi leikkonan frá því að hún myndi leika íslenska söngkonu í grínmynd Wills Ferrell um söngvakeppnina Eurovision.
Í dag birti Lovato þá ljósmynd af sjálfri sér á Will & Grace settinu með handrit í fanginu en hún mun í það minnsta leika í nokkrum þáttum í síðustu þáttaröðinni af bandarísku gamanþáttunum Will & Grace.
Fjölmiðillinn E News hefur heimildir fyrir því að Demi eigi að leika konu að nafni Jenny sem fléttast inn í líf Wills með óvæntum hætti. Hún á að vera varfærin og lokuð með eindæmum.
Eric McCormack, Debra Messing, Megan Mullally og Sean Hayes munu öll snúa aftur í gamalkunnu hlutverkin en NBC hefur sagt að þáttaröðin, sem telur átján þætti, verði sú síðasta.