Þeir Antoni, Bobby, Jonathan, Karamo og Tan eiga sér dyggan aðdáendahóp um allan heim sem hefur tengt við hópinn í gegnum þættina, sem þykja bæði einlægir og hvetjandi.
Nú á dögunum tóku þeir þátt í skemmtilegu innslagi fyrir Vanity Fair þar sem þeir samþykktu að undirgangast lygamælapróf og fengu félagarnir að skiptast á að spyrja hvern annan spjörunum úr. Afraksturinn var vægast sagt skrautlegur.