„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. Nordicphotos/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði við upphaf fundar G7 ríkjanna – sjö stærstu iðríkja heims - í morgun að fulltrúar ESB hefðu frá upphafi verið afar fúsir til að vinna með þjóðarleiðtogum Bretlands. Fundurinn hefst í dag og fer fram í Frakklandi um helgina. Ætla má að Brexit verði ofarlega á baugi á fundi stórveldanna en einnig verður rætt um skógareldana sem nú geysa í Amazon regnskógunum í Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. „Hann [Boris Johnson] verður þriðji íhalds forsætisráðherrann sem ég ræði við um Brexit. Evrópusambandið hefur alltaf verið opið fyrir samvinnu. Þegar David Cameron [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] vildi koma í veg fyrir að Bretland færi úr Evrópusambandinu og þegar Theresa May [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] vildi koma í veg fyrir að landið færi úr sambandinu án samnings.“ Nú væri svo komið að ESB væri enn á ný tilbúið að vinna með Johnson og reyna af fullri alvöru að leysa málin en þó með einni undantekningu. „Ég mun ekki reynast samstarfsfús ef útgangspunkturinn verður Brexit án samnings“. Hann sagðist rétt ímynda sér að Boris Johnson „muni ekki vilja að hans verði minnst sem herra enginn samningur“. Johnson er í afar þröngri stöðu því hann hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Á sama tíma og Johnson verið yfirlýsingaglaður eru fulltrúar Evrópusambandsins að missa þolinmæðina gagnvart þjóðarleiðtogum Bretlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði við upphaf fundar G7 ríkjanna – sjö stærstu iðríkja heims - í morgun að fulltrúar ESB hefðu frá upphafi verið afar fúsir til að vinna með þjóðarleiðtogum Bretlands. Fundurinn hefst í dag og fer fram í Frakklandi um helgina. Ætla má að Brexit verði ofarlega á baugi á fundi stórveldanna en einnig verður rætt um skógareldana sem nú geysa í Amazon regnskógunum í Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. „Hann [Boris Johnson] verður þriðji íhalds forsætisráðherrann sem ég ræði við um Brexit. Evrópusambandið hefur alltaf verið opið fyrir samvinnu. Þegar David Cameron [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] vildi koma í veg fyrir að Bretland færi úr Evrópusambandinu og þegar Theresa May [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] vildi koma í veg fyrir að landið færi úr sambandinu án samnings.“ Nú væri svo komið að ESB væri enn á ný tilbúið að vinna með Johnson og reyna af fullri alvöru að leysa málin en þó með einni undantekningu. „Ég mun ekki reynast samstarfsfús ef útgangspunkturinn verður Brexit án samnings“. Hann sagðist rétt ímynda sér að Boris Johnson „muni ekki vilja að hans verði minnst sem herra enginn samningur“. Johnson er í afar þröngri stöðu því hann hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Á sama tíma og Johnson verið yfirlýsingaglaður eru fulltrúar Evrópusambandsins að missa þolinmæðina gagnvart þjóðarleiðtogum Bretlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18