Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 22:23 Þessa mynd birti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á Twitter-síðu sinni á Menningarnótt árið 2016 þegar hann hélt vöfflukaffi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. Ekkert vöfflukaffi verður hins vegar á morgun vegna framkvæmda sem standa yfir í götunni en Óðinsgatan er sundurgrafin eins og borgarstjóri orðaði það í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá var rætt við hann og Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Menningarnætur, um morgundaginn þegar fjöldi menningarviðburða verður víðs vegar um borgina, flestir þeirra í miðbænum. „Öll miðborgin er undir þannig að það er nóg um að vera og ég mæli með því að fólk skoði dagskrána inn á menningarnott.is eða taki bara strætó niður í bæ, gangi um og láti koma sér á óvart. Það er fullt í boði,“ segir Björg. Dagur tekur undir með Björgu um að láta koma sér á óvart. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Menningarnótt er þegar íbúar sjálfir og fyrirtæki brydda upp á einhverju óvæntu. Það eru margar götur sem hafa tekið sig saman um markaði, þeir eru úti um allt. Alls konar hátíðir, þeir sem vilja dansa fara út á Hagatorg, þeir sem vilja fara á tónleika geta farið á þá um alla miðborgina eiginlega. Svo er líka bara svo skemmtilegt að hitta gamla kunningja eða eignast nýja vini til dæmis í karókí hjá útitaflinu þannig að það eru ótal möguleikar,“ segir Dagur en viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar, fréttamanns, við hann og Björgu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. Ekkert vöfflukaffi verður hins vegar á morgun vegna framkvæmda sem standa yfir í götunni en Óðinsgatan er sundurgrafin eins og borgarstjóri orðaði það í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá var rætt við hann og Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Menningarnætur, um morgundaginn þegar fjöldi menningarviðburða verður víðs vegar um borgina, flestir þeirra í miðbænum. „Öll miðborgin er undir þannig að það er nóg um að vera og ég mæli með því að fólk skoði dagskrána inn á menningarnott.is eða taki bara strætó niður í bæ, gangi um og láti koma sér á óvart. Það er fullt í boði,“ segir Björg. Dagur tekur undir með Björgu um að láta koma sér á óvart. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Menningarnótt er þegar íbúar sjálfir og fyrirtæki brydda upp á einhverju óvæntu. Það eru margar götur sem hafa tekið sig saman um markaði, þeir eru úti um allt. Alls konar hátíðir, þeir sem vilja dansa fara út á Hagatorg, þeir sem vilja fara á tónleika geta farið á þá um alla miðborgina eiginlega. Svo er líka bara svo skemmtilegt að hitta gamla kunningja eða eignast nýja vini til dæmis í karókí hjá útitaflinu þannig að það eru ótal möguleikar,“ segir Dagur en viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar, fréttamanns, við hann og Björgu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira