
Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu

Frumvarpið var samþykkt með 329 atkvæðum stjórnarandstöðunnar og uppreisnarmanna í Íhaldsflokknum gegn 300. Þingmenn greiða nú atkvæði um breytingartillögur við frumvarpið. Verði það samþykkt við síðari atkvæðagreiðslu gengur það til lávarðadeildarinnar til samþykkis á morgun. Búist er við að síðari atkvæðagreiðslan í neðri deildinni fari fram um klukkan 18:00 að íslenskum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 31. október. Frumvarpið myndi knýja Johnson til að fresta útgöngunni nema að honum takist að fá þingið til að fallast á útgöngu án samnings eða nýjan útgöngusamning fyrir þann tíma.
Andstæðingar útgöngu án samnings reyna nú að afgreiða frumvarpið sem fyrst áður en þingfundum verður frestað í næstu viku.
Tengdar fréttir

Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum.

„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“
Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum.

Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg
Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta.

Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins
Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum.

Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt
Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun.