Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2019 10:30 Lilja Alfreð byrjar alla daga á því að fara út að skokka. „Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana. Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana.
Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira