Egyptaland má ekki keppa á heimsmeistaramótinu í lyftingum vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
Svo gæti einnig farið að Egyptar kepptu ekki heldur í lyftingum á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.
Egyptaland fékk tveggja ára bann vegna þess að sjö ungir egypskir lyftingamenn féllu á lyfjaprófi árið 2016.
Egyptar geta áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins en ef bannið stendur má Egyptaland ekki keppa í lyftingum í Tókýó.
Heimsmeistaramótið í lyftingum hófst í Taílandi í dag. Flestir tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum með góðri frammistöðu á HM.
Egyptaland vann til tvennra bronsverðlauna í lyftingum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Egypskt lyftingafólk gæti misst af Ólympíuleikunum vegna lyfjamisnotkunar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

