Stingum í samband Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 07:00 Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar