Arnór Ingvi Traustason lagði upp tvö mörk þegar Malmö bar sigurorð af Helsingborg, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Í 21 deildarleik á tímabilinu hefur Arnór Ingvi skorað fimm mörk og gefið átta stoðsendingar.
Þetta var fjórði sigur Malmö í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Djurgården þegar fimm umferðum er ólokið.
Daníel Hafsteinsson kom inn á sem varamaður hjá Helsinborg sem er í 10. sæti deildarinnar.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem rúllaði yfir Athletic Eskilstuna, 4-0. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar.
Hvorki gengur né rekur hjá Djurgården í sænsku kvennadeildinni. Liðið tapaði fyrir Linköping, 4-1, í kvöld og er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í vörn Djurgården en Guðrún Arnardóttir kom ekkert við sögu.
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping sem er í 6. sæti deildarinnar.
Þá var Bjarni Mark Antonsson í byrjunarliði Brage sem laut í lægra haldi fyrir Degerfors, 1-2, í sænsku B-deildinni.
Brage jafnaði í 1-1 þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en Degerfors skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar. Brage er í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum frá umspilssæti.
Arnór Ingvi lagði upp tvö mörk í fjórða sigri Malmö í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

