Setti hundrað þúsund manna Facebook hóp á hliðina með boði í saumaklúbb Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 23:44 Færslan sem setti allt á hliðina í Gefins, allt gefins hópnum í kvöld. Enginn verður svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar. „Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum. Samfélagsmiðlar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira