Aðalfyrirlesari dagsins er Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja-Sjálands.
Salter er sagður hafa starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár, undanfarin átta ár hafi hann þannig starfað við ráðgjöf varðandi stefnumörkun í ferðamálum og sjálfbærni í umhverfismálum sem tengjast ferðamannastarfsemi.
Hann er jafnframt sagður þekkja uppbyggingu og áskoranir ferðaþjónustu á Íslandi. Undanfarn tvö ár hafi hann starfað með stjórnvöldum hér á landi að uppbyggingu Jafnvægisáss ferðamála sem birtur var í vor. Hann er einnig ráðgjafi stjórnvalda í vinnu við aðgerðabundna stefnumótun í ferðamálum til 2025 sem nú er nýhafin.
Útsendingu frá Ferðaþjónustudeginum má sjá hér að neðan. Undir útsendingunni ber að líta dagskrá Ferðaþjónustudagsins.
