Það er dýrt að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 11:30 Sindri ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Útfararstofu kirkjugarðanna. Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira