Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 10:17 Þingkonan Katie Hill. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira