Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Ísland teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu.
Keppendur Íslands á HM 2019 eru:
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR: langstökk, 100 metra hlaup og 200 metra hlaup - flokkur T og F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, KFA/ Eik: langstökk, 400 metra hlaup - flokkur T og F20
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann: Kúluvarp - flokkur F20
Mótið stendur yfir dagana 7.-15. nóvember en það er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir sem ríður fyrst á vaðið af íslensku keppendunum þann 10. nóvember þegar hún keppir í langstökki.
Mótið verður í beinni á netinu hjá Paralympic TV.
Fararstjóri og yfirþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Ásmundur Jónsson nuddari og Margrét Grétarsdóttir þjálfari.
Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti




Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Ármann í úrslit um sæti í efstu deild
Körfubolti