Undanfarinn áratug hefur losun koltvísýrings (CO2) í hlutfalli við efnahagsumsvif (landsframleiðslu) lækkað um 9% á grundvelli framleiðslu en 36% ef horft er á hvar endanleg neysla á sér stað, eða kolefnisfótsporið. Frá 1970 nemur lækkun hvors tveggja meira en 50%. Lækkunin hefur að mestu orðið án þess að að því hafi verið sérstaklega stefnt, heldur einfaldlega með betri tækni og nýtingu framleiðsluþátta.

Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands