Láttu ekki hirða af þér Ljósleiðarann Erling Freyr Guðmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið. Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert þannig að ljósleiðaraþráðurinn sem við lögðum hefur verið rifinn í sundur, jafnvel þótt við höfum lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni. Auðvitað má þetta ekki. Við kærðum og Póst- og fjarskiptastofnun var okkur sammála. Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda. Það er enginn vafi að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur ef lt samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti. Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af krafti og metnaði tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini. Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur Ljósleiðarann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Erling Freyr Guðmundsson Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið. Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert þannig að ljósleiðaraþráðurinn sem við lögðum hefur verið rifinn í sundur, jafnvel þótt við höfum lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni. Auðvitað má þetta ekki. Við kærðum og Póst- og fjarskiptastofnun var okkur sammála. Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda. Það er enginn vafi að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur ef lt samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti. Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af krafti og metnaði tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini. Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur Ljósleiðarann.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar