Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir Füchse Berlin, 23-22, í þýsku úrvasldeildinni í handbolta í dag.
Alexander Petersson skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum fyrir Löwen.
Hans Lindberg kom Füchse Berlin yfir, 23-22, með marki úr hægra horninu.
Kristján Andrésson, þjálfari Löwen, tók leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Hún endaði með skoti Andys Schmid sem Dejan Milosavljev varði. Hann varði alls 14 skot í leiknum, þar af þrjú víti.
Strákarnir hans Kristjáns eru án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum sínum.
Löwen er í 7. sæti með 14 stig, fimm stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf. Füchse Berlin er í 8. sætinu, einnig með 14 stig.
Ljónin hans Kristjáns án sigurs í þremur leikjum í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn
