Þagði í heilt ár eftir að þau fluttu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2019 15:45 Konráð Pálmason flutti til Svíþjóðar með eiginkonu sinni og þremur drengjum árið 2016. „Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Þetta var náttúrlega áskorun fyrir krakkana að flytja,” segir Konráð Pálmason sem flutti til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur drengjum sumarið 2016. Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í 2. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í gærkvöldi. Strákarnir þrír eru í dag 6, 8 og 12 ára og tókust á við þessar nýju aðstæður hver með sínum hætti. Arnór, sem er 8 ára málglaður og vel gefinn piltur, lýsir því í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti gærkvöldsins hvernig hann þagði fyrsta árið í skólanum. „Ég talaði ekki neitt, skildi ekki neitt, nýfluttur, búin að vera þarna í kannski hálfan mánuð, kunni bara að segja kúkalabbi,” segir hann sposkur á svip. Hann þagði allan fyrsta veturinn í skólanum, vildi ekki tala fyrr en hann var búinn að ná tökum á tungumálinu, segir pabbi hans. Í þriðja þætti, sem verður á dagskrá næsta sunnudag, heimsækir Lóa Pind ásamt myndatökumanni íslenskan feminista og flakkara sem gerðist múslimi rúmlega tvítug, giftist seinna marokkóskum manni og þau eiga nú fjórar dætur, 3ja ára og yngri. Og höfðu opnað kaffihús í gömlu medínunni í Essaouira viku áður en sjónvarpsteymið mætti í heimsókn. Hvar er best að búa? er 8 þátta röð, fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira