Æðislegt en líka mikið átak að flytja út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 14:00 Lóa Pind, þáttastjórnandi Hvar er best að búa? Stöð 2 Lóa Pind hefur heimsótt fjölmörg lönd í tengslum við þættina Hvar er best að búa? Hún sagði okkur frá ýmsu sem gerst hefur á bakvið tjöldin og fræðir okkur um hvar hún myndi sjálf vilja búa. Önnur þáttaröðin er komin af stað og verður hún sýnd á Stöð 2 í vetur en að henni lokinni verða þættirnir orðnir fimmtán. Lóa hefur því heyrt margar reynslusögur Íslendinga sem búa erlendis en hún segist ekki geta sagt til um það hvar nákvæmlega sé best að búa. „Það þýðir eiginlega ekkert að spyrja mig. Ég var búin að taka ákvörðun áður en ég byrjaði yfirhöfuð á þessari seríu: „Mig langar að búa í Andalúsíu á Spáni.“ Draumurinn er að kaupa sveitabæ í jaðri þorps, gera upp og koma upp sítrónugarði og appelsínutrjám… Eða eyða ellinni þar allaveganna,“ segir Lóa. Hún elski þó Ísland. „Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi,“ segir Lóa og hlær. Talað var við Lóu í Ísland í dag á föstudagskvöld.Skulfu á beinunum í Katar „Vesenisstuðullinn var hæstur í fyrri seríunni, í Katar. Það var gríðarlegt vesen því ég komst að því þegar við vorum komin þangað að við mættum ekki mynda í landinu. Við þorðum voða lítið að taka upp myndavélina á almannafæri sem er mjög fúlt þegar mann langar að mynda framandi samfélag,“ segir Lóa. Hún fór svo og sótti um myndatökuleyfi eftir að teymið var komið til landsins en þau höfðu aðeins viku í Katar. „Við fórum að leita að stofnuninni í landinu sem veitti fjölmiðlaleifi og lentum fyrir framan eitthvað hús sem var bara eins og eyðihús, það var ekki nokkur maður þar. Svo komumst við að því að það var ný stofnun, fjölmiðlastofnun, einhvers staðar niðri í bæ innan um háhýsin og við Egill, tökumaðurinn, mættum þangað, bönkuðum á dyrnar og það var enginn á staðnum,“ segir Lóa.Lóa og Egill, myndatökumaður, þurftu að fara leynt með það þegar þau tóku upp myndefni í Katar.STöð 2Stofnunin var staðsett í sautján hæða háhýsi en þegar þau Egill fóru upp í lyftunni hafi þau séð að hver hæðinn á fætur annarri var tóm. Þar hafi verið ný skrifstofuhúsgögn og tölvur en hvergi hafi verið manneskja í sjónmáli. Þau komust síðar að því að vinnandi fólk fengi frí eftir klukkan ellefu á föstudagsmorgnum í Katar. „Allir Katarar vinna aðallega fyrir hádegi og svo eru menn bara farnir að sinna helginni sinni. Á endanum fundum við manneskju uppi á fjórðu hæð sem var ekki til í okkur og sagði bara nei.“ „Við fórum bara frekar leynt þegar við vorum að taka upp fyrir þann þátt,“ bætir hún við. „Þegar við vorum að far úr landi skulfum við á beinunum yfir því að möguleg yrði bara allt draslið tekið af okkur, öll tækin og allt efnið og við vorum að reyna að senda efnið úr landi á netinu áður en við fórum þannig að eitthvað væri til, það gekk mjög hægt og gekk eiginlega ekki. Þetta var eina skiptið sem Egill, sem er mjög skapgóður maður, var næstum því pirraður,“ segir Lóa.Fann viðmælendur í gegn um Excel skjal „Stór hluti þeirra sem ég heimsæki eru að flýja kuldann. Fólk er yfirleitt ekki að flýja íslenskt samfélag. Er þetta ekki bara í manneskjunni? Fólk sem að gerir svona, þetta er almennt fólk sem hefur framtak og drift og er fullt af krafti. Letingjarnir þeir fara ekkert, þeir sitja bara heima,“ segir Lóa og hlær.Það getur verið erfitt að lifa í nútímasamfélagi og hafa sumir gripið á það ráð að selja allar sínar eigur og ferðast um heiminn í húsbíl.stöð 2Lóa hefur fundið viðmælendur með því að setja inn innlegg á hópa á Facebook sem Íslendingar í útlöndum inni á. Hún hafi fengið fullt af ábendingum þaðan. „Eitthvað fólk hafði bara samband við mig, svo fann ég Excel skjal inni í einni Facebook-grúppunni yfir fólk sem var að taka að sér snappið „Íslendingar í útlöndum.“ Þá vissi ég að það var fólk sem var til í að koma fram og hafði gaman af því að spjalla. Ég fann meðal annars húsbílafólkið sem ég heimsæki í síðasta þætti, sem verður sýndur eftir jól.“ Húsbílafólkið, eins og hún kallar það, er íslenskt par sem ákvað að selja allar sínar eigur, kaupa sér bíl og gera hann upp þannig að hann þjónaði hlutverki húsbíls og flakka um ókomna tíð.Þagði í heilt ár Lóa segir það miserfitt fyrir fólk að aðlagast nýjum samfélögum og það geti verið börnum sérstaklega erfitt. Í næsta þætti heimsækir Lóa fjölskyldu sem fluttist til Svíþjóðar en þau eiga þrjá drengi á ólíkum aldri. „Þeir hafa þurft að takast á við ýmislegt og elsti strákurinn þar hann neitaði að fara. Hann ætlaði ekkert með til Svíþjóðar. Hann ætlaði bara að vera heima hjá ömmu og afa á meðan þau færu eitthvert út í heim.“Bræðurnir þrír sem verða heimsóttir í næsta þætti Hvar er best að búa?stöð 2„Miðjustrákurinn þeirra þagði í heilt ár. Ætli hann hafi ekki verið svona átta ára þegar þau fluttu og fyrsta árið í skólanum þá sagði hann ekki orð, í skólanum. Smám saman fór hann að læra smá sænsku og hann talaði eitthvað fyrir utan skóla en hann sagði ekki orð í skólanum. Svo kom hann aftur, fyrsta daginn á öðru ári, og bara blaðraði. Hann elskar að tala,“ segir Lóa. „Ég veit ekkert hvernig hann fór að þessu.“Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Ferðalög Hvar er best að búa? Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Lóa Pind hefur heimsótt fjölmörg lönd í tengslum við þættina Hvar er best að búa? Hún sagði okkur frá ýmsu sem gerst hefur á bakvið tjöldin og fræðir okkur um hvar hún myndi sjálf vilja búa. Önnur þáttaröðin er komin af stað og verður hún sýnd á Stöð 2 í vetur en að henni lokinni verða þættirnir orðnir fimmtán. Lóa hefur því heyrt margar reynslusögur Íslendinga sem búa erlendis en hún segist ekki geta sagt til um það hvar nákvæmlega sé best að búa. „Það þýðir eiginlega ekkert að spyrja mig. Ég var búin að taka ákvörðun áður en ég byrjaði yfirhöfuð á þessari seríu: „Mig langar að búa í Andalúsíu á Spáni.“ Draumurinn er að kaupa sveitabæ í jaðri þorps, gera upp og koma upp sítrónugarði og appelsínutrjám… Eða eyða ellinni þar allaveganna,“ segir Lóa. Hún elski þó Ísland. „Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi,“ segir Lóa og hlær. Talað var við Lóu í Ísland í dag á föstudagskvöld.Skulfu á beinunum í Katar „Vesenisstuðullinn var hæstur í fyrri seríunni, í Katar. Það var gríðarlegt vesen því ég komst að því þegar við vorum komin þangað að við mættum ekki mynda í landinu. Við þorðum voða lítið að taka upp myndavélina á almannafæri sem er mjög fúlt þegar mann langar að mynda framandi samfélag,“ segir Lóa. Hún fór svo og sótti um myndatökuleyfi eftir að teymið var komið til landsins en þau höfðu aðeins viku í Katar. „Við fórum að leita að stofnuninni í landinu sem veitti fjölmiðlaleifi og lentum fyrir framan eitthvað hús sem var bara eins og eyðihús, það var ekki nokkur maður þar. Svo komumst við að því að það var ný stofnun, fjölmiðlastofnun, einhvers staðar niðri í bæ innan um háhýsin og við Egill, tökumaðurinn, mættum þangað, bönkuðum á dyrnar og það var enginn á staðnum,“ segir Lóa.Lóa og Egill, myndatökumaður, þurftu að fara leynt með það þegar þau tóku upp myndefni í Katar.STöð 2Stofnunin var staðsett í sautján hæða háhýsi en þegar þau Egill fóru upp í lyftunni hafi þau séð að hver hæðinn á fætur annarri var tóm. Þar hafi verið ný skrifstofuhúsgögn og tölvur en hvergi hafi verið manneskja í sjónmáli. Þau komust síðar að því að vinnandi fólk fengi frí eftir klukkan ellefu á föstudagsmorgnum í Katar. „Allir Katarar vinna aðallega fyrir hádegi og svo eru menn bara farnir að sinna helginni sinni. Á endanum fundum við manneskju uppi á fjórðu hæð sem var ekki til í okkur og sagði bara nei.“ „Við fórum bara frekar leynt þegar við vorum að taka upp fyrir þann þátt,“ bætir hún við. „Þegar við vorum að far úr landi skulfum við á beinunum yfir því að möguleg yrði bara allt draslið tekið af okkur, öll tækin og allt efnið og við vorum að reyna að senda efnið úr landi á netinu áður en við fórum þannig að eitthvað væri til, það gekk mjög hægt og gekk eiginlega ekki. Þetta var eina skiptið sem Egill, sem er mjög skapgóður maður, var næstum því pirraður,“ segir Lóa.Fann viðmælendur í gegn um Excel skjal „Stór hluti þeirra sem ég heimsæki eru að flýja kuldann. Fólk er yfirleitt ekki að flýja íslenskt samfélag. Er þetta ekki bara í manneskjunni? Fólk sem að gerir svona, þetta er almennt fólk sem hefur framtak og drift og er fullt af krafti. Letingjarnir þeir fara ekkert, þeir sitja bara heima,“ segir Lóa og hlær.Það getur verið erfitt að lifa í nútímasamfélagi og hafa sumir gripið á það ráð að selja allar sínar eigur og ferðast um heiminn í húsbíl.stöð 2Lóa hefur fundið viðmælendur með því að setja inn innlegg á hópa á Facebook sem Íslendingar í útlöndum inni á. Hún hafi fengið fullt af ábendingum þaðan. „Eitthvað fólk hafði bara samband við mig, svo fann ég Excel skjal inni í einni Facebook-grúppunni yfir fólk sem var að taka að sér snappið „Íslendingar í útlöndum.“ Þá vissi ég að það var fólk sem var til í að koma fram og hafði gaman af því að spjalla. Ég fann meðal annars húsbílafólkið sem ég heimsæki í síðasta þætti, sem verður sýndur eftir jól.“ Húsbílafólkið, eins og hún kallar það, er íslenskt par sem ákvað að selja allar sínar eigur, kaupa sér bíl og gera hann upp þannig að hann þjónaði hlutverki húsbíls og flakka um ókomna tíð.Þagði í heilt ár Lóa segir það miserfitt fyrir fólk að aðlagast nýjum samfélögum og það geti verið börnum sérstaklega erfitt. Í næsta þætti heimsækir Lóa fjölskyldu sem fluttist til Svíþjóðar en þau eiga þrjá drengi á ólíkum aldri. „Þeir hafa þurft að takast á við ýmislegt og elsti strákurinn þar hann neitaði að fara. Hann ætlaði ekkert með til Svíþjóðar. Hann ætlaði bara að vera heima hjá ömmu og afa á meðan þau færu eitthvert út í heim.“Bræðurnir þrír sem verða heimsóttir í næsta þætti Hvar er best að búa?stöð 2„Miðjustrákurinn þeirra þagði í heilt ár. Ætli hann hafi ekki verið svona átta ára þegar þau fluttu og fyrsta árið í skólanum þá sagði hann ekki orð, í skólanum. Smám saman fór hann að læra smá sænsku og hann talaði eitthvað fyrir utan skóla en hann sagði ekki orð í skólanum. Svo kom hann aftur, fyrsta daginn á öðru ári, og bara blaðraði. Hann elskar að tala,“ segir Lóa. „Ég veit ekkert hvernig hann fór að þessu.“Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Ferðalög Hvar er best að búa? Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira