Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:42 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira