Einn besti boxari heims, Tyson Fury, kunni ekki að meta orð forseta UFC, Dana White, um sig.
Fury hefur gefið því undir fótinn að færa sig yfir í MMA og æfði til að mynda með UFC-kappanum Darren Till á dögunum. Hann hefur einnig rætt við Conor McGregor um þjálfa sig.
Áður en hann getur skoðað það af alvöru þarf hann að berjast aftur við Deontay Wilder í febrúar að öllum líkindum.
„Ef Tyson Fury vill koma í MMA þá er ég með haug af gaurum sem myndu elska að berjast við hann. Ég næ því samt engan veginn af hverju hann er að spá í því,“ sagði White.
„Hann er mjög góð söluvara í hnefaleikaheiminum og einn af þeim bestu í heiminum. Hann er frábær boxari og ef rétt er haldið á málum gætu næstu 3-4 bardagar hans verið með þeim verðmætari í sögunni. Af hverju ætti hann þá að koma til okkar til þess eins að láta lemja sig?“
Þessi ummæli fóru illa í Fury sem svaraði White fullum hálsi.
„Ég myndi lemja hann frítt og læt þetta ekki trufla mig. Það hafa allir sína skoðun og ég hef ekki áhuga á skoðunum annarra,“ sagði Fury en hann tók þátt í viðburði hjá WWE á dögunum.
Fury er til í að lemja forseta UFC frítt

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti