Öryggisgæsla Tyrkjanna til fyrirmyndar Arnar Björnsson skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Víðir í viðtalinu. vísir/skjáskot Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að Tyrklandsheimsókn karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið vel. Allt var gert til þess að ferðalög leikmanna til Tyrklands yrðu sem þægilegust.Tyrkirnir voru ekki ánægðir með móttökurnar þegar þeir léku við Íslendinga í júní. Var undirbúningurinn öðru vísi en fyrir aðra leiki? „Við bjuggum okkur vel fyrir að koma hérna. Það var vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast og því höfðum við ekki miklar áhyggjur. Móttökurnar hafa verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu í Antalya til fyrirmyndar í öllu. Það var eiginlega dekrað við okkur“. En Tyrkirnir voru nú varla búnir að gleyma Íslandsheimsókninni? „Allir leikmenn fengu vegabréfaskoðun við landamærin og starfsmenn þar sögðu að um venjubundið eftirlit væri að ræða. Það er bara allt í lagi því þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og brosum bara“. Þið voruð búnir að nefna það við strákana að þeir gætu lent í einhverjum töfum við komuna til Tyrklands? „Já við vorum búnir að ræða það að við vissum ekki hverju við ættum von á og hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað. Það voru allir rólegir á landamærunum og ég held að þetta hafi gengið vel hjá öllum“. En tekur eitthvað annað við í Istanbúl? „Það verður allavegana fjör á leiknum. Þar verða margir áhorfendur og þetta er sá völlur sem er með mesta hávaðann á nokkum velli í heiminum skilst manni. Það er bara spennandi að fara þarna og taka þrjú stig“. Víðir segir að öryggisgæsla Tyrkjanna vera til fyrirmyndar. Margir lögreglumenn sjá um gæsluna. „Við förum allt í lögreglufylgd og ég hef engar áhyggjur af því að við verðum fyrir neinu áreiti. Ég vona bara að það verði stemning í kringum völlinn. Það er gaman að sjá hita í stuðningsmönnum það kveikir bara í okkar mönnum líka“, segir Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ.Klippa: Öryggisgæslan til fyrirmyndar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að Tyrklandsheimsókn karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið vel. Allt var gert til þess að ferðalög leikmanna til Tyrklands yrðu sem þægilegust.Tyrkirnir voru ekki ánægðir með móttökurnar þegar þeir léku við Íslendinga í júní. Var undirbúningurinn öðru vísi en fyrir aðra leiki? „Við bjuggum okkur vel fyrir að koma hérna. Það var vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast og því höfðum við ekki miklar áhyggjur. Móttökurnar hafa verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu í Antalya til fyrirmyndar í öllu. Það var eiginlega dekrað við okkur“. En Tyrkirnir voru nú varla búnir að gleyma Íslandsheimsókninni? „Allir leikmenn fengu vegabréfaskoðun við landamærin og starfsmenn þar sögðu að um venjubundið eftirlit væri að ræða. Það er bara allt í lagi því þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og brosum bara“. Þið voruð búnir að nefna það við strákana að þeir gætu lent í einhverjum töfum við komuna til Tyrklands? „Já við vorum búnir að ræða það að við vissum ekki hverju við ættum von á og hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað. Það voru allir rólegir á landamærunum og ég held að þetta hafi gengið vel hjá öllum“. En tekur eitthvað annað við í Istanbúl? „Það verður allavegana fjör á leiknum. Þar verða margir áhorfendur og þetta er sá völlur sem er með mesta hávaðann á nokkum velli í heiminum skilst manni. Það er bara spennandi að fara þarna og taka þrjú stig“. Víðir segir að öryggisgæsla Tyrkjanna vera til fyrirmyndar. Margir lögreglumenn sjá um gæsluna. „Við förum allt í lögreglufylgd og ég hef engar áhyggjur af því að við verðum fyrir neinu áreiti. Ég vona bara að það verði stemning í kringum völlinn. Það er gaman að sjá hita í stuðningsmönnum það kveikir bara í okkar mönnum líka“, segir Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ.Klippa: Öryggisgæslan til fyrirmyndar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira