„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2019 14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21