Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins.
Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki.
„Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur.
Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018.
Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life.
Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur.
Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi.
Novator fjárfesti í Stripe
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Viðskipti innlent