Suðurkóresk á rennur rauð vegna blóðmengunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:42 Áin Imjin rennur rauð eftir að blóð rann út í ánna. YEONCHEON IMJIN RIVER CIVIC NETWORK Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína. Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína.
Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira