Fljótlega eftir að fréttirnar bárust flykktust stuðningsmenn Malmö að styttunni af Zlatan sem er fyrir utan heimavöll félagsins. Sú stytta var afhjúpuð á dögunum.
Styttan var skemmd. Klósettseta var hengd á styttuna og bolur settur yfir andlit stjörnunnar. Menn létu ekki þar við sitja og kveiktu eld við styttuna er líða fór á kvöldið.
Elimkyrkan vandaliserad efter Zlatans klubbköp https://t.co/MbFP45R9MZpic.twitter.com/REvqi5Y21o
— Tidningen Dagen (@Dagen) November 28, 2019
Í dag bárust svo fréttir af því að ráðist hefði verið að heimili Zlatan í Stokkhólmi. Búið var að skrifa Júdas á hurðina og svo var ógeðisfisknum Surströmming kastað á tröppurnar. Lyktin er því líklega ekki upp á marga fiska í íbúðinni í dag.
Einhverjir stuðningsmenn hafa stofnað undirskriftalista því þeir vilja sjá styttuna á burt. Þetta verður að teljast afar sérstök fjárfesting hjá Svíanum.