Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sá sig tilneyddan til að biðja Eric Dier afsökunar eftir frábæran endurkomusigur Tottenham á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær.
Tottenham byrjaði hræðilega í fyrsta heimaleik sínum undir stjórn Mourinho og eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 0-2 fyrir gestina frá Grikklandi.
Mourinho brá á það ráð að skipta miðjumanninum Eric Dier af velli fyrir Christian Eriksen á 29.mínútu.
„Það er mikilvægt að leikmaðurinn hafi skilning á þessu og ég var heppinn að að velja mjög gáfaðan dreng sem veit hvað það þýðir að vera hluti af liði. Þetta snerist ekki um hans frammistöðu,“ sagði Mourinho í leikslok áður en hann bað Dier þó afsökunar á skiptingunni.
„Við vorum að tapa 0-2 og í erfiðri stöðu svo það var yfirdrifið nóg að hafa einn sitjandi miðjumann. Ég bið Eric afsökunar þrátt fyrir þá staðreynd að hann viti að ég gerði þetta fyrir liðið og ætlunin hafi ekki verið að særa hann,“ segir Mourinho.
Mourinho bað leikmann sinn afsökunar

Tengdar fréttir

Mögnuð endurkoma Tottenham
Tottenham vann sigur í fyrsta heimaleik Jose Mourinho eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Olympiacos á heimavelli.

Alli: „Gátum ekki spilað verr“
Harry Kane varð í kvöld fljótasti leikmaðurinn í sögunni til þess að skora 20 mörk í Meistaradeild Evrópu.