Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
„Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00