Grípa þarf til aðgerða strax Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:54 Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. AP/Frank Augstein Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24
Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57