Fyrsta mark Tottenham í gær gerði Son Heung-min og komst hann þar með á lista með Eiði Smára Guðjohnsen og Juan Mata meðal annars.
Eiður Smári skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester United árið 2004 í fyrsta leik Portúgalans á Brúnni.
Chelsea: Eiður Guðjohnsen
Man Utd: Juan Mata
Spurs: Son Heung-min
José Mourinho’s first Premier League goalscorer for all three clubs pic.twitter.com/yagtPit74f
— Coral (@Coral) November 23, 2019
Juan Mata hlaut svo heiðurinn að skora fyrsta markið undir stjórn Jose Mourinho hjá Manchester United er liðið vann 3-1 sigur á Bournemouth árið 2016.