Ég átti erfitt með að treysta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:25 "Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga,“ segir Sara. mynd/sigurjón ragnar Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, býr í iðnaðarborginni Wolfsburg þar sem hún spilar með einu besta kvennaliði Evrópu. Fyrir þá sem þekkja ekki til borgarinnar er hún ein auðugasta borg Þýskalands og þar eru höfuðstöðvar Volkswagen-bílaframleiðandans. Sara býr í snoturri nýlegri íbúð með kærastanum sínum Alexander Jura sem er sjúkraþjálfari. „Það er nú ekki mikið að gerast í borginni, en það fer samt mjög vel um okkur Alexander hér og ég get einbeitt mér að fótboltanum,“ segir Sara sem ræðir við blaðamann stuttu áður en hún fer á æfingu með liðinu. Sara ákvað að framlengja ekki samning sinn við Svíþjóðarmeistarana Rosengård þegar samningur við félagið rann út árið 2016 og ákvað þess í stað að fara á nýjar slóðir til þýska stórliðsins.„Ég var komin í ákveðinn þægindaramma og ég vissi að ég þyrfti að takast á við áskorun. Stundum er nauðsynlegt að ýta sjálfum sér út í óþægindi vilji maður ná árangri. Ég vissi að ég vildi þroskast meira sem manneskja, læra nýtt tungumál og læra á nýja menningu. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun og hef lært mikið á þeim þremur árum sem ég hef verið hér. Það var mjög mikill gæðamunur á leikmönnum og deildum í Þýskalandi og í Svíþjóð á þeim tímapunkti sem ég færði mig. Í Svíþjóð var meira um að vera, meira bæjarlíf. Hér er öðruvísi hugarfar og lítill tími til þess að gera annað en að spila. Við æfum ótrúlega mikið,“ segir Sara um lífið í Þýskalandi.Erfitt verkefni Sara gerir upp uppvöxt sinn og ferilinn í nýrri bók, Óstöðvandi. Sögu hennar skráði Magnús Örn Helgason knattspyrnuþjálfari og bókin er gefin út af Benedikt bókaútgáfu. „Ég var búin að hugsa lengi um það hvort ég ætti að ræða um reynslu mína. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að svo ung manneskja vilji segja sögu sína. En þrátt fyrir ungan aldur hef ég upplifað og gengið í gegnum mikið á ferlinum, sumt skrifaði ég niður og hugsaði þá með mér að kannski gæti ég hjálpað einhverjum með frásögn minni,“ segir Sara. „Mögulega einhverri sem langar til þess að verða atvinnukona í fótbolta. Þetta var miklu erfiðara en ég bjóst við. Ég var stundum andlega búin á því og áttaði mig ekki á því hversu djúpt ég þurfti að kafa í tilfinningar mínar og sjálfa mig. Þegar eitthvað slæmt gerist þá hef ég tilhneigingu til að setja tilfinningar mínar til hliðar. Ég hugsaði stundum um hvort ég ætti ekki bara að hætta við. Stundum var þetta svo mikið af tilfinningum sem komu upp á meðan ég var að tala við Magnús að ég grét á eftir. Ég vissi samt að til þess að koma þeim boðskap sem ég vildi á framfæri þyrfti ég að vera hundrað prósent heiðarleg. Það eru kannski aðrir sem munu standa í sömu sporum og ég, ég trúi því að með því að vera opin og segja nákvæmlega frá geti það auðveldað öðrum að sjá hlutina skýrt og bregðast við þeim.“Hafnfirðingur í húð og hár Sara er Hafnfirðingur, foreldrar hennar eru Guðrún Valdís Arnardóttir og Gunnar Svavarsson og hún á einn eldri bróður. Knattspyrnuferillinn hófst hjá Haukum, í Lækjarskóla og á Ásvöllum, og svo spilaði Sara gjarnan með strákunum í frímínútum í skólanum. Faðir hennar horfði með henni á fótbolta og allt til unglingsára fór hún út á völl með honum að æfa sendingar og skot. Lífið hjá Söru snerist um fótbolta frá því hún var sex ára gömul.Sara Björk fagnar innilega með liðsfélögum sínum í þýska meistaraliðinu Wolfsburg, einu besta liði Evrópu. Samningur hennar við liðið rennur út á næsta ári.„Báðir foreldrar mínir hafa stutt mig í öllu því sem ég hef gert síðan ég var lítil. Mamma var í fjáröflun fyrir Haukana og pabbi æfði oft með mér, fór meira að segja oft út að hlaupa með mér. Stuðningur þeirra skipti mig miklu máli og gerir enn því þau eru enn jafn spennt þegar ég er að spila. Það sem hefur verið hvað erfiðast er að höndla fjarveru frá fjölskyldunni. Ég hef búið fjarri fjölskyldunni í nærri tíu ár. Það er hrikalega erfitt. Fjölskyldan mín er liðið mitt og Hafnarfjörður er bærinn minn. Ég á erfitt með að sjá mig fyrir mér annars staðar en í Hafnarfirði og er bundin æskuslóðunum,“ segir Sara sem segist geta hugsað sér að flytja þangað seinna á ferlinum. „Já, þannig sé ég framtíðina fyrir mér. Í Hafnarfirði og vonandi með fjölskyldu og börn.“ Sara segir að í Hafnarfirði sé gott starf í íþróttum. „Það er auðvitað mikil samkeppni á milli Hauka og FH, það er gróska í íþróttastarfinu sem ég er hrifin af. En svo er líka bara gott að vera þar, þegar ég er heima þá segi ég stundum eins og aðrir Hafnfirðingar: Æi, þarf ég nú endilega að keyra til Reykjavíkur!“Grófar slúðursögur Sara slasaðist í skólaferðalagi fimmtán ára gömul og fór í krossbandsaðgerð ári síðar. Síðar á því sama ári fékk hún loks að spila aftur fótbolta eftir langt hlé. Hlutirnir gerðust hratt og hún var komin í A-landsliðið aðeins sextán ára. Í bókinni gerir hún upp mjög erfiðan tíma með landsliðinu sem í fólst mikill lærdómur. Því að erfiðustu átökin eru oft ekki á vellinum. Þegar hún var sautján ára gömul var grófum slúðursögum dreift um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún. Sara leitaði til Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða sem bauð henni aðstoð sína. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ Sara segir reynslu sína gott dæmi um að mótlæti geti verið góður kennari. „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“Ekki láta stöðva þig Sara segir eitt besta veganestið sem hún geti gefið ungum konum vera að láta ekkert stöðva sig. „Ekkert. Ekki meiðsli, ekki erfiðleika. Það skiptir heldur ekki máli hversu gömul þú ert. Ef þú ert tilbúin að leggja mikið á þig þá muntu komast langt. Þetta á örugglega við um margt. En þú sjálf verður að vilja árangur,“ segir Sara og heldur áfram: „Það eru allir að glíma við sjálfa sig og oft þarf maður að takast á við erfiðar tilfinningar sem skila sér í einmanaleika, kvíða og andlegu niðurbroti. Það sérkennilega er að slíkt getur birst nánast fyrirvaralaust og jafnvel í mikilli velgengni. Ég hef lent í slíkum aðstæðum og þurfti að hafa verulega fyrir því að vinna mig út úr þeim.“Um framtíð kvennaknattspyrnu á Íslandi segir Sara að það þurfi að taka stærri skref. „Það þarf að taka stærri skref, nei það þarf að taka stökk! Kvennadeildin þarf að verða atvinnumennska. Leikmenn í kvennadeild þurfa að geta einbeitt sér hundrað prósent að fótboltanum og ekki að vera í vinnu með. Fótboltinn þarf að verða þeirra atvinna. Þá búum við til fleiri afreksíþróttamenn og þannig eflum við kvennafótbolta á Íslandi. Auðvitað er hröð þróun í deildinni núna og ég veit að þetta er of stórt stökk að taka einmitt núna. En fyrir þær stelpur sem vilja ná langt þá mæli ég með því að fara út að spila til að ná í reynslu. Hún er dýrmæt og þroskandi. En erfitt er það, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að fara og vera í áratug frá fjölskyldunni. En ég er betri leikmaður og ég hef þroskast sem manneskja. Ég tala fjögur tungumál og hef kynnst fólki sem ég hefði aldrei annars kynnst.“Hluti af breytingunni Jafnrétti í kjörum kvenna og karla í fótbolta hefur ekki enn verið náð og aðstæður kynjanna eru misjafnar. Þó hafa orðið breytingar í rétta átt. „Ég er þakklát fyrir að vera hluti af breytingunni. Þegar ég var lítil þá voru engir möguleikar í augsýn. Ég var bara með karlkynsfyrirmyndir í fótbolta. Í dag eru endalausir möguleikar og hægt að velja úr liðum og deildum. Og ótal fyrirmyndir að líta upp til. Ég er stolt af því að fá að vera ein af þeim og sýna að það er hægt að ná langt. En ég er líka þakklát eldri kynslóðinni. Sem lagði allt það sama á sig og við í dag en hafði minni möguleika. Þær lögðu jarðveginn fyrir breytingarnar. En við þurfum að halda áfram að berjast og ég get vonandi nýtt mína rödd til að skila einhverju til næstu kynslóðar. Við verðum komin á annan stað og ég sé að bilið á milli kynjanna mun minnka. Við viljum fyrst og fremst virðingu, þar á eftir koma launin,“ segir hún. Sara segist eiga erfitt með að svara spurningum um framtíðina en samningur hennar við Wolfsburg losnar í vor. „Ég er orðin vön því að breytingar umbylti lífinu. Á einu ári getur allt breyst og það er ekkert gefið. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en eins lengi og ég hef ástríðu fyrir fótbolta þá mun ég halda áfram að spila og vonandi með bestu liðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, býr í iðnaðarborginni Wolfsburg þar sem hún spilar með einu besta kvennaliði Evrópu. Fyrir þá sem þekkja ekki til borgarinnar er hún ein auðugasta borg Þýskalands og þar eru höfuðstöðvar Volkswagen-bílaframleiðandans. Sara býr í snoturri nýlegri íbúð með kærastanum sínum Alexander Jura sem er sjúkraþjálfari. „Það er nú ekki mikið að gerast í borginni, en það fer samt mjög vel um okkur Alexander hér og ég get einbeitt mér að fótboltanum,“ segir Sara sem ræðir við blaðamann stuttu áður en hún fer á æfingu með liðinu. Sara ákvað að framlengja ekki samning sinn við Svíþjóðarmeistarana Rosengård þegar samningur við félagið rann út árið 2016 og ákvað þess í stað að fara á nýjar slóðir til þýska stórliðsins.„Ég var komin í ákveðinn þægindaramma og ég vissi að ég þyrfti að takast á við áskorun. Stundum er nauðsynlegt að ýta sjálfum sér út í óþægindi vilji maður ná árangri. Ég vissi að ég vildi þroskast meira sem manneskja, læra nýtt tungumál og læra á nýja menningu. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun og hef lært mikið á þeim þremur árum sem ég hef verið hér. Það var mjög mikill gæðamunur á leikmönnum og deildum í Þýskalandi og í Svíþjóð á þeim tímapunkti sem ég færði mig. Í Svíþjóð var meira um að vera, meira bæjarlíf. Hér er öðruvísi hugarfar og lítill tími til þess að gera annað en að spila. Við æfum ótrúlega mikið,“ segir Sara um lífið í Þýskalandi.Erfitt verkefni Sara gerir upp uppvöxt sinn og ferilinn í nýrri bók, Óstöðvandi. Sögu hennar skráði Magnús Örn Helgason knattspyrnuþjálfari og bókin er gefin út af Benedikt bókaútgáfu. „Ég var búin að hugsa lengi um það hvort ég ætti að ræða um reynslu mína. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að svo ung manneskja vilji segja sögu sína. En þrátt fyrir ungan aldur hef ég upplifað og gengið í gegnum mikið á ferlinum, sumt skrifaði ég niður og hugsaði þá með mér að kannski gæti ég hjálpað einhverjum með frásögn minni,“ segir Sara. „Mögulega einhverri sem langar til þess að verða atvinnukona í fótbolta. Þetta var miklu erfiðara en ég bjóst við. Ég var stundum andlega búin á því og áttaði mig ekki á því hversu djúpt ég þurfti að kafa í tilfinningar mínar og sjálfa mig. Þegar eitthvað slæmt gerist þá hef ég tilhneigingu til að setja tilfinningar mínar til hliðar. Ég hugsaði stundum um hvort ég ætti ekki bara að hætta við. Stundum var þetta svo mikið af tilfinningum sem komu upp á meðan ég var að tala við Magnús að ég grét á eftir. Ég vissi samt að til þess að koma þeim boðskap sem ég vildi á framfæri þyrfti ég að vera hundrað prósent heiðarleg. Það eru kannski aðrir sem munu standa í sömu sporum og ég, ég trúi því að með því að vera opin og segja nákvæmlega frá geti það auðveldað öðrum að sjá hlutina skýrt og bregðast við þeim.“Hafnfirðingur í húð og hár Sara er Hafnfirðingur, foreldrar hennar eru Guðrún Valdís Arnardóttir og Gunnar Svavarsson og hún á einn eldri bróður. Knattspyrnuferillinn hófst hjá Haukum, í Lækjarskóla og á Ásvöllum, og svo spilaði Sara gjarnan með strákunum í frímínútum í skólanum. Faðir hennar horfði með henni á fótbolta og allt til unglingsára fór hún út á völl með honum að æfa sendingar og skot. Lífið hjá Söru snerist um fótbolta frá því hún var sex ára gömul.Sara Björk fagnar innilega með liðsfélögum sínum í þýska meistaraliðinu Wolfsburg, einu besta liði Evrópu. Samningur hennar við liðið rennur út á næsta ári.„Báðir foreldrar mínir hafa stutt mig í öllu því sem ég hef gert síðan ég var lítil. Mamma var í fjáröflun fyrir Haukana og pabbi æfði oft með mér, fór meira að segja oft út að hlaupa með mér. Stuðningur þeirra skipti mig miklu máli og gerir enn því þau eru enn jafn spennt þegar ég er að spila. Það sem hefur verið hvað erfiðast er að höndla fjarveru frá fjölskyldunni. Ég hef búið fjarri fjölskyldunni í nærri tíu ár. Það er hrikalega erfitt. Fjölskyldan mín er liðið mitt og Hafnarfjörður er bærinn minn. Ég á erfitt með að sjá mig fyrir mér annars staðar en í Hafnarfirði og er bundin æskuslóðunum,“ segir Sara sem segist geta hugsað sér að flytja þangað seinna á ferlinum. „Já, þannig sé ég framtíðina fyrir mér. Í Hafnarfirði og vonandi með fjölskyldu og börn.“ Sara segir að í Hafnarfirði sé gott starf í íþróttum. „Það er auðvitað mikil samkeppni á milli Hauka og FH, það er gróska í íþróttastarfinu sem ég er hrifin af. En svo er líka bara gott að vera þar, þegar ég er heima þá segi ég stundum eins og aðrir Hafnfirðingar: Æi, þarf ég nú endilega að keyra til Reykjavíkur!“Grófar slúðursögur Sara slasaðist í skólaferðalagi fimmtán ára gömul og fór í krossbandsaðgerð ári síðar. Síðar á því sama ári fékk hún loks að spila aftur fótbolta eftir langt hlé. Hlutirnir gerðust hratt og hún var komin í A-landsliðið aðeins sextán ára. Í bókinni gerir hún upp mjög erfiðan tíma með landsliðinu sem í fólst mikill lærdómur. Því að erfiðustu átökin eru oft ekki á vellinum. Þegar hún var sautján ára gömul var grófum slúðursögum dreift um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún. Sara leitaði til Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða sem bauð henni aðstoð sína. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ Sara segir reynslu sína gott dæmi um að mótlæti geti verið góður kennari. „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“Ekki láta stöðva þig Sara segir eitt besta veganestið sem hún geti gefið ungum konum vera að láta ekkert stöðva sig. „Ekkert. Ekki meiðsli, ekki erfiðleika. Það skiptir heldur ekki máli hversu gömul þú ert. Ef þú ert tilbúin að leggja mikið á þig þá muntu komast langt. Þetta á örugglega við um margt. En þú sjálf verður að vilja árangur,“ segir Sara og heldur áfram: „Það eru allir að glíma við sjálfa sig og oft þarf maður að takast á við erfiðar tilfinningar sem skila sér í einmanaleika, kvíða og andlegu niðurbroti. Það sérkennilega er að slíkt getur birst nánast fyrirvaralaust og jafnvel í mikilli velgengni. Ég hef lent í slíkum aðstæðum og þurfti að hafa verulega fyrir því að vinna mig út úr þeim.“Um framtíð kvennaknattspyrnu á Íslandi segir Sara að það þurfi að taka stærri skref. „Það þarf að taka stærri skref, nei það þarf að taka stökk! Kvennadeildin þarf að verða atvinnumennska. Leikmenn í kvennadeild þurfa að geta einbeitt sér hundrað prósent að fótboltanum og ekki að vera í vinnu með. Fótboltinn þarf að verða þeirra atvinna. Þá búum við til fleiri afreksíþróttamenn og þannig eflum við kvennafótbolta á Íslandi. Auðvitað er hröð þróun í deildinni núna og ég veit að þetta er of stórt stökk að taka einmitt núna. En fyrir þær stelpur sem vilja ná langt þá mæli ég með því að fara út að spila til að ná í reynslu. Hún er dýrmæt og þroskandi. En erfitt er það, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að fara og vera í áratug frá fjölskyldunni. En ég er betri leikmaður og ég hef þroskast sem manneskja. Ég tala fjögur tungumál og hef kynnst fólki sem ég hefði aldrei annars kynnst.“Hluti af breytingunni Jafnrétti í kjörum kvenna og karla í fótbolta hefur ekki enn verið náð og aðstæður kynjanna eru misjafnar. Þó hafa orðið breytingar í rétta átt. „Ég er þakklát fyrir að vera hluti af breytingunni. Þegar ég var lítil þá voru engir möguleikar í augsýn. Ég var bara með karlkynsfyrirmyndir í fótbolta. Í dag eru endalausir möguleikar og hægt að velja úr liðum og deildum. Og ótal fyrirmyndir að líta upp til. Ég er stolt af því að fá að vera ein af þeim og sýna að það er hægt að ná langt. En ég er líka þakklát eldri kynslóðinni. Sem lagði allt það sama á sig og við í dag en hafði minni möguleika. Þær lögðu jarðveginn fyrir breytingarnar. En við þurfum að halda áfram að berjast og ég get vonandi nýtt mína rödd til að skila einhverju til næstu kynslóðar. Við verðum komin á annan stað og ég sé að bilið á milli kynjanna mun minnka. Við viljum fyrst og fremst virðingu, þar á eftir koma launin,“ segir hún. Sara segist eiga erfitt með að svara spurningum um framtíðina en samningur hennar við Wolfsburg losnar í vor. „Ég er orðin vön því að breytingar umbylti lífinu. Á einu ári getur allt breyst og það er ekkert gefið. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en eins lengi og ég hef ástríðu fyrir fótbolta þá mun ég halda áfram að spila og vonandi með bestu liðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira