Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 16:48 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Oded Balilty Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu. Ísrael Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu.
Ísrael Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira