„Allir hjá Liverpool hafa bætt sig undir stjórn Klopps“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Liverpool varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Tottenham í Madríd í vor. vísir/getty Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við? Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við?
Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58
„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30