Handboltamarkvörðurinn stóri og stæðilegi, Aron Rafn Eðvarðsson, var í eldlínunni með liði sínu HSV Hamburg í þýsku B-deildinni í dag þegar liðið fékk Emsdetten í heimsókn.
Skemmst er frá því að segja að heimamenn burstuðu andstæðinga sína en leiknum lauk með 20 marka sigri HSV, 37-17, eftir að staðan í leikhléi var 17-8.
Rótburst og átti Aron sinn þátt í því en hann varði 10 skot í leiknum á þeim 43 mínútum sem hann spilaði og skilaði 45% markvörslu.
HSV í 6.sæti deildarinnar en 18 lið leika í þýsku B-deildinni.
