Sigurleikur Liverpool á Everton í gær var 100. sigur Klopp með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við félaginu í byrjun október árið 2015.
Það tók þann þýska einungis 159 leiki að ná þessum hundrað leikjum en Liverpool hefur enn ekki tapað deildarleik á þessu ári. Síðasta tapið kom gegn Man. City í janúar.
Klopp hits 100 Premier League wins in just 159 games pic.twitter.com/UxVKTR3v7Z
— ESPN UK (@ESPNUK) December 5, 2019
Það er einungis Jose Mourinho sem hefur verið fljótari í hundrað sigurleiki en það tók þann portúgalska 142 leiki. Sir Alex Ferguson er í 3. sætinu en það tók þann skoska 162 leiki.
| Fans laud Klopp after he becomes fastest #LFC manager to 100 league wins: https://t.co/Di8iqAOEiy
The best in the world? pic.twitter.com/AvA31aQV5y
— Read Liverpool (@ReadLiverpoolFC) December 5, 2019
Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar Man. City eru í 3. sætinu, ellefu stigum á eftir Liverpool.