Fyrra umræðuefnið var hvort að Janus Daði Smárason ætti að fá sæti í hópnum og þar að auki hversu stórt hlutverk hann ætti að spila.
Selfyssingurinn knái hefur farið á kostum helgi eftir helgi í danska handboltanum sem og Meistaradeildinni. Hann hefur spilað vel í leikjum gegn PSG, Barcelona og fleiri stórliðum.
Síðari umræðupunkturinn var svo hvaða tvo markmenn Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ætti að taka með.
Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið í síðustu landsliðshópum en hann hefur að undanförnu leikið gífurlega vel með Skjern í Danmörku.
Hann er til að mynda langt fyrir ofan Viktor Gísla Hallgrímsson á tölfræðilista dönsku deildarinnar en Viktor leikur einnig í Danmörku og hefur verið í síðustu landsliðshópum.
Alla þessa fróðlegu umræðu má sjá hér að neðan.