„Var mjög óörugg þegar ég kom þangað fyrst“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2019 10:30 Kristbjörg og Aron hafa verið hér á landi síðustu daga. 2019 hefur verið viðburðaríkt hjá hjónunum Aroni Einar Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, og Kristbjörgu Jónasdóttur. Á árinu skipti Aron Einar um félag, fór frá Cardiff á Bretlandseyjum, til Al Arabi í Katar. Félagsskiptin þýddu að fjölskyldan þurfti að setjast að í nýju umhverfi, öðru landi og meira að segja annarri heimsálfu. „Það er heitt, ennþá heitt þó það sé desember. Um 24 gráður í desember og maður er ekki vanur því á þessum árstíma. Það er voðalega gott að vera þarna. Mjög fjölskylduvænt og rólegt,“ segir Aron Einar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég vakna mjög glöð þarna og alltaf til í daginn. Sólin og birtan gefur manni extra orku,“ segir Kristbjörg. Öruggt hverfi Fjölskyldan kom sér fyrir í hverfi sem reist var fyrir aðflutta. „Þetta er rosalega öruggt hverfi og það er öryggisvörður til að komast inn og út sem er rosalega mikill kostur. Strákarnir, sérstaklega Óliver, getur bara verið úti að leika sér,“ segir Kristbjörg. Hjónin eiga saman drengina Óliver og Tristan. En hvernig er daglegt líf fjölskyldunnar? „Dagurinn byrjar mjög snemma og við vöknum klukkan fimm þegar yngri strákurinn fer á fætur. Óliver byrjar í skólanum klukkan sjö á morgnanna. Svo þegar Aron fer á æfingu, fer ég yfirleitt líka á æfingu. Svo eyðir maður tíma með Tristani þangað til við sækjum Óliver í skólann,“ segir Kristbjörg. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Katar. „Eftir að við fluttum þangað hef ég haft meiri tíma fyrir þau. Það er ekki jafn mikið af ferðalögum þar sem þetta er mjög lítið land og ekki jafn mikið af leikjum og álag eins og á Englandi,“ segir Aron. Kristbjörg og Aron höfðu komið sér vel fyrir ásamt sonunum tveimur í Wales. En hvernig gekk að aðlagast nýju landi? „Ég var mjög óörugg þegar ég kom þangað fyrst. Það var aðallega út af tali um ákveðnar reglur. Svona eins og að horfa ekki í augun á karlmanni, eða með klæðaburð og hvort maður mætti heilsa karlmanni. Ég hef ekkert orðið mikið vör við þetta en eftir að ég heyrði af þessum reglum varð ég ósjálfrátt pínu óörugg. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera en þetta er eitthvað sem lærist og kemur með tímanum. Svo fannst mér líka alveg merkilegt að ég þurfti að taka bílpróf þarna sem ég þurfti ekki að gera í Bretlandi þar sem umferðin er öfugu megin,“ segir Kristbjörg. Gaf honum úr upp á fimm þúsund dollara Eitt af því sem hjónin hafa tekið eftir í nýju landi er gjafmildi heimamanna. „Ég lenti í því sjálfur þegar ég meiðist. Það var strákur sem ég var að spila, með sem hætti reyndar eftir undirbúningstímabilið. Hann mætti upp á spítala með þrjú ilmvötn og úr upp á fimm þúsund dollara. Það sýnir það að honum þótti vænt um mig og fann til með mér að vera uppi á sjúkrahúsi. Í trúnni eiga þeir að sjá um vini sína og þá sem minna mega sín,“ segir Aron. Og Aron segir að viðbrögðin hafi verið mikil hjá liðsfélögum og öðrum í kringum Al Arabi, þegar hann meiddist og fór í aðgerðina, þar sem fólk kepptist við að senda honum blóm og aðrar gjafir. Aron og Kristbjörg stofnuðu á dögunum fyrirtæki í kringum húðvörur sínar. Líftími atvinnumanns í knattspyrnu er ekki óendanlegur og eru þau hjónin duglega að hugsa út í framtíðina. „Við erum svolítið að hugsa út í framtíðina, en erum líka í núinu. Við erum að stofna fyrirtæki og vörulínu hér á Íslandi. Það er eitthvað sem við erum að spá í varðandi framtíðina, til að hafa eitthvað þegar við komum heim,“ segir Aron en þau hjónin stofnuðu á dögunum fyrirtæki í kringum húðvörurnar Pure Skin. „Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á þessu og hvað ég er að setja á mig. Þegar ég var ólétt af yngri stráknum okkar var ég mjög mikið að kynna mér hluti í tengslum við innihaldsefni í vörum. Þá kviknaði þessi hugmynd og ég ræddi þetta við Aron, og hann er bara alltaf til í allt,“ segir Kristbjörg. „Núna hugsa ég vel um húðina. Ég gerði ekki mikið af því. Þetta er skemmtilegt og öðruvísi verkefni og ég hef séð hana fara svolítið mikið inn í,“ segir Aron. Fékk ógeð af hamborgarhrygg „Þetta er svolítið erfitt þar sem við erum hinu megin á hnettinum en við erum með frábært teymi í kringum okkur hérna. Þetta er búið að vera langt og strangt og pínu erfitt ferli,“ segir Kristbjörg. Merkið sem er á öllum vörum þeirra er í raun það sama og var á öllum boðskortum í brúðkaupi þeirra á sínum tíma. Tengingin við Ísland skiptir þau miklu máli, en vörurnar eru framleiddar á Grenvík, nálægt heimaslóðum Arons. Fjölskyldan tekur stutt stopp á Íslandi í desember og heldur svo aftur heim til Katar, þar sem jólin verða haldin. En hvernig sjá þau fyrstu jólin fyrir sér í Katar? „Við reynum að halda í okkar hefðir en það verður erfitt því þú mátt ekki ferðast með hamborgarhrygg inn í landið og ég er alinn upp við að borða það um hver jól. Hún er meira fyrir kalkúninn,“ segir Aron. „Ég fékk nett ógeð af hamborgarhrygg fyrir einhverjum árum. Saltið og þetta, ég er ekki að fíla það,“ segir Kristbjörg. „Það virðist enda þannig að það verði kalkúnn um jólin,“ segir Aron að lokum. Ísland í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
2019 hefur verið viðburðaríkt hjá hjónunum Aroni Einar Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, og Kristbjörgu Jónasdóttur. Á árinu skipti Aron Einar um félag, fór frá Cardiff á Bretlandseyjum, til Al Arabi í Katar. Félagsskiptin þýddu að fjölskyldan þurfti að setjast að í nýju umhverfi, öðru landi og meira að segja annarri heimsálfu. „Það er heitt, ennþá heitt þó það sé desember. Um 24 gráður í desember og maður er ekki vanur því á þessum árstíma. Það er voðalega gott að vera þarna. Mjög fjölskylduvænt og rólegt,“ segir Aron Einar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég vakna mjög glöð þarna og alltaf til í daginn. Sólin og birtan gefur manni extra orku,“ segir Kristbjörg. Öruggt hverfi Fjölskyldan kom sér fyrir í hverfi sem reist var fyrir aðflutta. „Þetta er rosalega öruggt hverfi og það er öryggisvörður til að komast inn og út sem er rosalega mikill kostur. Strákarnir, sérstaklega Óliver, getur bara verið úti að leika sér,“ segir Kristbjörg. Hjónin eiga saman drengina Óliver og Tristan. En hvernig er daglegt líf fjölskyldunnar? „Dagurinn byrjar mjög snemma og við vöknum klukkan fimm þegar yngri strákurinn fer á fætur. Óliver byrjar í skólanum klukkan sjö á morgnanna. Svo þegar Aron fer á æfingu, fer ég yfirleitt líka á æfingu. Svo eyðir maður tíma með Tristani þangað til við sækjum Óliver í skólann,“ segir Kristbjörg. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Katar. „Eftir að við fluttum þangað hef ég haft meiri tíma fyrir þau. Það er ekki jafn mikið af ferðalögum þar sem þetta er mjög lítið land og ekki jafn mikið af leikjum og álag eins og á Englandi,“ segir Aron. Kristbjörg og Aron höfðu komið sér vel fyrir ásamt sonunum tveimur í Wales. En hvernig gekk að aðlagast nýju landi? „Ég var mjög óörugg þegar ég kom þangað fyrst. Það var aðallega út af tali um ákveðnar reglur. Svona eins og að horfa ekki í augun á karlmanni, eða með klæðaburð og hvort maður mætti heilsa karlmanni. Ég hef ekkert orðið mikið vör við þetta en eftir að ég heyrði af þessum reglum varð ég ósjálfrátt pínu óörugg. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera en þetta er eitthvað sem lærist og kemur með tímanum. Svo fannst mér líka alveg merkilegt að ég þurfti að taka bílpróf þarna sem ég þurfti ekki að gera í Bretlandi þar sem umferðin er öfugu megin,“ segir Kristbjörg. Gaf honum úr upp á fimm þúsund dollara Eitt af því sem hjónin hafa tekið eftir í nýju landi er gjafmildi heimamanna. „Ég lenti í því sjálfur þegar ég meiðist. Það var strákur sem ég var að spila, með sem hætti reyndar eftir undirbúningstímabilið. Hann mætti upp á spítala með þrjú ilmvötn og úr upp á fimm þúsund dollara. Það sýnir það að honum þótti vænt um mig og fann til með mér að vera uppi á sjúkrahúsi. Í trúnni eiga þeir að sjá um vini sína og þá sem minna mega sín,“ segir Aron. Og Aron segir að viðbrögðin hafi verið mikil hjá liðsfélögum og öðrum í kringum Al Arabi, þegar hann meiddist og fór í aðgerðina, þar sem fólk kepptist við að senda honum blóm og aðrar gjafir. Aron og Kristbjörg stofnuðu á dögunum fyrirtæki í kringum húðvörur sínar. Líftími atvinnumanns í knattspyrnu er ekki óendanlegur og eru þau hjónin duglega að hugsa út í framtíðina. „Við erum svolítið að hugsa út í framtíðina, en erum líka í núinu. Við erum að stofna fyrirtæki og vörulínu hér á Íslandi. Það er eitthvað sem við erum að spá í varðandi framtíðina, til að hafa eitthvað þegar við komum heim,“ segir Aron en þau hjónin stofnuðu á dögunum fyrirtæki í kringum húðvörurnar Pure Skin. „Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á þessu og hvað ég er að setja á mig. Þegar ég var ólétt af yngri stráknum okkar var ég mjög mikið að kynna mér hluti í tengslum við innihaldsefni í vörum. Þá kviknaði þessi hugmynd og ég ræddi þetta við Aron, og hann er bara alltaf til í allt,“ segir Kristbjörg. „Núna hugsa ég vel um húðina. Ég gerði ekki mikið af því. Þetta er skemmtilegt og öðruvísi verkefni og ég hef séð hana fara svolítið mikið inn í,“ segir Aron. Fékk ógeð af hamborgarhrygg „Þetta er svolítið erfitt þar sem við erum hinu megin á hnettinum en við erum með frábært teymi í kringum okkur hérna. Þetta er búið að vera langt og strangt og pínu erfitt ferli,“ segir Kristbjörg. Merkið sem er á öllum vörum þeirra er í raun það sama og var á öllum boðskortum í brúðkaupi þeirra á sínum tíma. Tengingin við Ísland skiptir þau miklu máli, en vörurnar eru framleiddar á Grenvík, nálægt heimaslóðum Arons. Fjölskyldan tekur stutt stopp á Íslandi í desember og heldur svo aftur heim til Katar, þar sem jólin verða haldin. En hvernig sjá þau fyrstu jólin fyrir sér í Katar? „Við reynum að halda í okkar hefðir en það verður erfitt því þú mátt ekki ferðast með hamborgarhrygg inn í landið og ég er alinn upp við að borða það um hver jól. Hún er meira fyrir kalkúninn,“ segir Aron. „Ég fékk nett ógeð af hamborgarhrygg fyrir einhverjum árum. Saltið og þetta, ég er ekki að fíla það,“ segir Kristbjörg. „Það virðist enda þannig að það verði kalkúnn um jólin,“ segir Aron að lokum.
Ísland í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira