Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 08:48 Eftir breytinguna mun Pósturinn aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. vísir/vilhelm Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Eftir breytinguna mun fyrirtækið þannig aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. „Þegar Pósturinn byrjaði á vörusölu á sínum tíma snérist hugmyndafræðin um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts ofh., í tilkynningu. Hann segir ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun tvær. Sú fyrri sé hagræðing og sú síðari sú að þessi vörusala tengist ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“ Mikil hagræðing hefur átt sér stað hjá Íslandspósti undanfarið eftir mikið tap um árabil en greint var frá því í lok nóvember að útlit væri fyrir að reksturinn verði við núllið á næsta ári. Fram kom í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins fyrr á árinu að þörf væri á að ganga lengra í hagræðingu. Þá hefur Félag atvinnurekenda lengi gagnrýnt rekstur Íslandspósts, ekki hvað síst út frá samkeppnissjónarmiðum, meðal annars vegna sölunnar á sælgæti og gjafavöru. Þannig sagði í grein eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í nóvember í fyrra: „Þannig er nú hvert einasta pósthús í samkeppni við sjoppur, minjagripabúðir, leikfangaverzlanir og bóka- og ritfangabúðir með umfangsmikilli vörusölu. Pósturinn á prentsmiðju, fraktflutningafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki. Hann keppir við einkafyrirtæki í fjölpóstdreifingu, hraðflutningum og gagnageymslu. Hann hefur troðið sér inn á markaði fyrir sendla- og sendibílaþjónustu. Nú síðast hafa margir viðskiptavinir IKEA rekið upp stór augu þegar þeir fá vörur sem þeir hafa keypt á netinu sendar heim til sín í bíl frá ríkinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47 Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Eftir breytinguna mun fyrirtækið þannig aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. „Þegar Pósturinn byrjaði á vörusölu á sínum tíma snérist hugmyndafræðin um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts ofh., í tilkynningu. Hann segir ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun tvær. Sú fyrri sé hagræðing og sú síðari sú að þessi vörusala tengist ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“ Mikil hagræðing hefur átt sér stað hjá Íslandspósti undanfarið eftir mikið tap um árabil en greint var frá því í lok nóvember að útlit væri fyrir að reksturinn verði við núllið á næsta ári. Fram kom í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins fyrr á árinu að þörf væri á að ganga lengra í hagræðingu. Þá hefur Félag atvinnurekenda lengi gagnrýnt rekstur Íslandspósts, ekki hvað síst út frá samkeppnissjónarmiðum, meðal annars vegna sölunnar á sælgæti og gjafavöru. Þannig sagði í grein eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í nóvember í fyrra: „Þannig er nú hvert einasta pósthús í samkeppni við sjoppur, minjagripabúðir, leikfangaverzlanir og bóka- og ritfangabúðir með umfangsmikilli vörusölu. Pósturinn á prentsmiðju, fraktflutningafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki. Hann keppir við einkafyrirtæki í fjölpóstdreifingu, hraðflutningum og gagnageymslu. Hann hefur troðið sér inn á markaði fyrir sendla- og sendibílaþjónustu. Nú síðast hafa margir viðskiptavinir IKEA rekið upp stór augu þegar þeir fá vörur sem þeir hafa keypt á netinu sendar heim til sín í bíl frá ríkinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47 Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47
Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59
Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31