Ingólfur Þórarinsson gaf í gærkvöldi út lagið Bikaróður Eyjamaður sem fjallar um handknattleiksmanninn Grétar Þór Eyþórsson.
Grétar gengur stundum undir nafninu sá Bikaróði en hann hefur hampað nokkrum titlum með liði sínu ÍBV.
Líklega verður lagið tekið í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð þar sem Ingó ræður ríkjum á ári hverju.
Hér að neðan má hlusta á lagið Bikaróður Eyjamaður.
Ingó gefur út lag um þann bikaróða
