Lögreglan á Nýja Sjálandi birti í morgun nöfn þeirra sem létu lífið í eldgosinu á Hvítu eyju á dögunum.
Átján manns létust þegar fjallið fór allt í einu að gjósa fyrir rúmri viku en þá var hópur ferðamanna staddur á eyjunni, sem var vinsæll áningarstaður skemmtiferðaskipa.
Nöfn sautján einstaklinga hafa verið birt en ein persóna sem lét lífið á eyjunni hefur enn ekki verið nafngreind.
Tveggja hinna látnu er síðan enn saknað, en talið er að þau séu einhverstaðar á eyjunni eða í grennd við hana. Leit að þeim hefur verið hætt sökum veðurs í bili.
47 voru á eynni þegar hamfarirnar hófust og um tuttugu manns eru enn á gjörgæslu með alvarleg brunasár um allan líkaman.
Þar á meðal er hinn nítján ára gamli Jesse Sanford, sem er eini eftirlifandinn úr heilli fjölskyldu sem var saman á eyjunni þegar fjallið tók að gjósa. Hin látnu eru á aldrinum þrettán til 53 ára og komu flest frá Ástralíu og Bandaríkjunum.
Birta nöfn þeirra sem létust í eldgosinu á Hvítu eyju

Tengdar fréttir

Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju
Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst.

Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi
Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra.