Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er í leit að nýju félagi en það var staðfest í dag að hann fer frá sænsku meisturunum í Sävehof næsta sumar.
Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Báðir aðilar voru sammála um að endurnýja ekki samninginn sem rennur út næsta sumar.
Ágúst Elí var frábær í marki félagsins á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni er liðið fór alla leið.
Hann mun því ná tveimur tímabilum hjá Sävehof en hann kom til félagsins frá FH. Verður áhugavert að sjá hvað tekur við hjá honum.

